• þri. 18. maí 2010
  • Fræðsla

Berfættir Blikar á æfingu

Berfættir Blikar
Berfaettir-Blikar-1

Nú stendur yfir grasrótarvika UEFA og taka aðildarfélög þátt í henni með ýmsum hætti.  Hluti af vikunni er verkefni sem kallast má "Berfætt í boltanum" en þar eru grunnskólar og aðildarfélög hvött til þess að leyfa bekkjum og iðkendum að leika knattspyrnu berfætt.  Er það gert til þess að minna á að ekki eru öll börn heimsins svo lánsöm að geta leikið knattspyrnu í við ásættanlegan aðbúnað eða í viðeigandi skóbúnaði.  Í raun er það þannig að mörg börn eiga ekki einu sinni skóbúnað, hvað þá takkaskó.

Strákarnir í þriðja flokki Breiðabliks leystu skóþveng sinn og léku knattspyrnu á æfingu í gær berfættir.  Myndirnar hér að neðan eru frá þeirri æfingu.

Berfættir Blikar

Berfættir Blikar

Berfættir Blikar