Ísland niður um eitt sæti á styrkleikalista karla hjá FIFA
Karlalandslið Íslands fellur niður um eitt sæti á nýjum styrkleikalista FIFA sem gefinn var út í morgun. Ísland er nú í 91. sæti en það eru Brasilíumenn sem steypa Spánverjum úr efsta sæti listans. Mótherjar Íslands í riðlakeppni EM 2012, Portúgal, eru svo í þriðja sæti listans.
Lítið hefur verið um landsleiki upp á síðkastið og eru aðeins 5 leikir í heildina sem telja til stiga í þessum mánuði. Er það af eðlilegum ástæðum því að mjög styttist í úrslitakeppni HM 2010 í Suður Afríku en hún hefst 11. júní næstkomandi. Breytingarnar á listanum stafa því aðallega af því að eldri úrslit, sem noruð eru við útreikninga, eru að "detta út".