Ráðstefna um störf íþróttaþjálfara
Föstudaginn 30.apríl næstkomandi standa Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands og Íþróttafræðasetur HÍ fyrir ráðstefnu með yfirskriftinni "Starf íþróttaþjálfara". Ráðstefnan verður haldin í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og hefst kl.13:00. Erlendir og íslenskir aðilar munu fjalla um íþróttaþjálfara í víðu samhengi og velta upp fjölmörgum atriðum sem máli skipta í tengslum við starf íþróttaþjálfarans.
Dagskrá
13.00 – 13.05 Setning, Sigríður Jónsdóttir formaður fræðslusviðs ÍSÍ.
13.05 – 13.50 Steen Gleie – Fræðileg umfjöllun um starf þjálfara
13.50 – 14.00 Fyrirspurnir til Steen Gleie
14.00 – 14.15 Þorlákur Árnason knattspyrnuþjálfari Stjörnunni
14.15 – 14.30 Guðbjörg Norðfjörð íþróttastjóri Hauka
14.30 – 14.45 Kaffihlé
14.45 – 15.00 Þráinn Hafsteinsson yfirþjálfari frjálsíþróttadeildar ÍR
15.00 – 15.15 Olga Bjarnadóttir fimleikaþjálfari Selfossi
15.15 – 15.30 Jacky Pellerin yfirþjálfari hjá sundfélaginu Ægi
15.40 – 16.10 Pallborð með þátttöku allra fyrirlesara undir stjórn Kára Jónssonar lektors við HÍ
Nánari upplýsingar um ráðstefnuna má finna með því að smella hér og með því að hafa samband við Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands.