Landsdómarar með ráðstefnu um helgina
Um nýliðna helgi fór fram landsdómararáðstefna en þar undirbúa dómarar sig fyrir komandi Íslandsmót. 52 landsdómarar voru á ráðstefnunni og var fjölbreytt dagskrá að venju. Verklegar æfingar fóru fram í Egilshöllinni en ráðstefnan að öðru leyti fór fram í höfuðstöðvum KSÍ.
Til stóð að hinn kunni rússneski dómari, Valentin Ivanov, mundi verða gestafyrirlesari en vegna truflana í flugsamgöngum komst hann ekki til landsins. Kom það þó ekki að sök en margir fróðlegir fyrirlestrar fóru fram og komu margir þeirra frá dómurunum sjálfum.
Hér að neðan má sjá dagskrá ráðstefnunnar.
Dagskrá:
Föstudagur 23. apríl 2010
12.00 Mæting valdra aðstoðardómara í Egilshöll til undirbúnings.
13:00-15:00 Verkleg æfing í Egilshöll – Allur ABC hópur mætir.
Sigurður Óli stjórnar verklegum æfingum fyrir aðstoðardómara með aðstoð Einars Sigurðssonarr og Gunnars Jarls Jónssonar.
15:30-16:00 Kaffi í Laugardal, afhending námskeiðsgagna, myndataka o.fl.
16:00-16:05 Ávarp - Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ
16:05-16:35 Skriflegt próf – Kári Gunnlaugsson
16:35-16:50 Þróun dómaramála hjá KSÍ - Gylfi Þór Orrason, formaður DN
16:50-17:00 Hlé
17:00-17:30 Starf aðstoðardómara - Einar Sigurðsson
17:30-18:00 Eftirlitið og einkunnagjöf – Eyjólfur Ólafsson.
18:00-19:00 Matarhlé
19:00-20:00 Næringarfræði - Ólafur Sæmundsson
Laugardagur 24. apríl 2010
09:00-09:30 Yfirferð skriflegs prófs – Kári Gunnlaugsson.
09:30-10:00 Upplýsingar frá skrifstofu KSÍ - Birkir Sveinsson
10:00-10:10 Hlé
10:10-12.00 Sálfræði – Hafrún og Rúnar.
12:00-13:00 Matarhlé
13:00-13:45 Þjálffræði - Egill Eiðsson og Þráinn Hafsteinsson.
13:45-14:15 Stjórnun tæknisvæða - Kristinn Jakobsson og Sigurður ÓliÞórleifsson
14:15-14:35 Hópavinna
14:35-15:35 Samræming agarefsinga - Erlendur Eiríksson og Gunnar Jarl Jónsson.
15:35-16:00 Kaffihlé
16:00-16:30 Lagabreytingar og fyrirmæli Dómaranefndar - Gylfi Þór Orrason
16:30-16:45 Umræður, skil á könnunarblaði og ráðstefnuslit
16:45-17:15 Fundur í félagi deildardómara