Fjallað um viðburðastjórnun í Belfast
Ómar Smárason og Gunnar Gylfason, starfsmenn KSÍ, sóttu í síðustu viku UEFA námskeið sem haldið var í Belfast á Norður-Írlandi. Umfjöllunarefni námskeiðsins var viðburðastjórnun með áherslu á öryggismál og tengsl við stuðningsmenn.
Haldnir voru fyrirlestrar um viðfangsefnin og þátttakendur látnir leysa ýmsi verkefni í hópstarfi. Þá var leikvangurinn The Oval heimsóttur, þar sem fram fór undanúrslitaleikur í bikarkeppni Norður-írska knattspyrnusambandsins.
Á námskeiðinu voru fulltrúar frá vel á fjórða tug knattspyrnusambanda innan UEFA. Óhætt er að segja að heimferð margra hafi verið skrautleg vegna truflana á flugsamgöngum.