Vináttulandsleikur við Andorra á Laugardalsvelli 29. maí
Knattspyrnusambönd Íslands og Andorra hafa komist að samkomulagi um að þjóðirnar leiki vináttulandsleik á Laugardalsvelli, laugardaginn 29. maí næstkomandi. Þetta er í fjórða skiptið sem karlalandslið þjóðanna en Íslendingar hafa sigrað Andorra í leikjunum þremur.
Síðast mættust þjóðirnar hér á Laugardalsvelli í vináttulandsleik í ágúst 2002 og höfðu Íslendingar þá betur með þremur mörkum gegn engu.
Leikurinn er liður í undirbúningi fyrir riðlakeppni EM 2012 sem hefst í september þegar að Norðmenn mæta á Laugardalsvöll. Þetta er annar vináttulandsleikurinn sem fyrirhugaður er á Laugardalsvelli í ár, hinn fer fram ellefta dag ágústmánaðar þegar Liechtensteinar koma í heimsókn.