• fim. 08. apr. 2010
  • Fræðsla

Stefán Runólfsson gaf KSÍ bókagjöf

Stefán Runólfsson og Geir Þorsteinsson formaður KSÍ
stefan-runolfsson-001-minni

Stefán Runólfsson frá Vestmannaeyjum afhenti Geir Þorsteinssyni formanni KSÍ í dag áritað eintak af æviminningum sínum, "Stebbi Run. - Annasamir dagar og ögurstundir".  Stefán er mikill knattspyrnufrömuður, var um árabil formaður ÍBV og gegndi meðal annars formennsku hjá félaginu þegar Eyjamenn urðu bikarmeistarar árið 1968, fyrstir allra liða utan Reykjavíkur.

Stefáni var einnig afhent gjöf við þetta tækifæri, bókin "Bikardraumar" etir Skapta Hallgrímsson, þar sem saga bikarkeppni KSÍ er rakin í máli og myndum.