• fim. 01. apr. 2010
  • Landslið

U19 stelpurnar töpuðu fyrir Tékklandi

EM U19 landsliða kvenna
em_u19_kvenna

Lokaumferð milliriðils U19 kvenna fór fram í dag, en leikið er í Rússlandi.  Stelpurnar okkar í U19 töpuðu 1-2 fyrir Tékklandi og hafna því í neðsta sæti riðilsins þar sem Spánverjar lögðu Rússa.  Hið sorglega er að ef Ísland hefði unnið leikinn hefði liðið tryggt sér sæti í úrslitakeppni EM annað árið í röð.

Fyrri hálfleikurinn var ekki nógu góður af hálfu íslenska liðsins og Tékkar leiddu með tveimur mörkum gegn engu í hálfleik.  Katrín Ásbjörnsdóttir minnkaði muninn fyrir íslenska liðið þegar nokkrar mínútur voru liðnar af síðari hálfleik, en þar við sat þrátt fyrir góða frammistöðu. 

Leiknum var lýst beint á vef UEFA og má sjá lýsinguna hér.