• fim. 01. apr. 2010
  • Landslið

Aprílgabbið 2010:  Dregið aftur í töfluröð í undankeppni EM 2012

EURO 2012
euro-2010-logo-black-75p

Í gær barst sú tilkynning frá Knattspyrnusambandi Evrópu - UEFA að mistök hafi átt sér stað þegar dregið var í töfluröð fyrir riðla í undankeppni EM 2012.  Eins og kynnt var hér á síðunni var dregið í töfluröð 25. mars og átti Ísland að leika fyrsta leikinn í undankeppninni 3. september, gegn Norðmönnum á Laugardalsvellinum.

Vegna þeirra mistaka sem komu í ljós þarf að draga aftur í töfluröð í þeim fjórum riðlum þar sem ekki náðist samkomulag um leikdaga.  Þetta þýðir að enn getur það gerst að Ísland þurfi að leika heimaleik í mars 2011.  Sá leikur yrði væntanlega að fara fram í knattspyrnuhúsinu Kórnum og ljóst að færri myndu komast að en vildu.

Dregið verður í höfuðstöðvum UEFA , í dag  fimmtudag, og verður fylgst með þessum spennandi drætti hér á heimasíðu KSÍ.  Drátturinn hefst kl. 18:00 að íslenskum tíma.

1. apríl !!!  :-)