Byrjunarliðið er mætir Króatíu kl. 13:30
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Króatíu í undankeppni HM en leikið er í Króatíu. Leikurinn hefst kl. 13:30 að íslenskum tíma og gerir Sigurður Ragnar eina breytingu frá byrjunarliðinu sem bar sigur af Serbíu síðastliðinn laugardag. Rakel Hönnudóttir kemur inn í liðið í stað Dóru Maríu Lárusdóttur.
Byrjunarliðið:
Markvörður: Þóra B. Helgadóttir
Hægri bakvörður: Sif Atladóttir
Vinstri bakvörður: Ólína G. Viðarsdóttir
Miðverðir: Katrín Jónsdóttir, fyrirliði og Dóra Stefánsdóttir
Varnartengiliðir: Edda Garðarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir
Sóknartengiliður: Guðný Björk Óðinsdóttir
Hægri kantur: Rakel Hönnudóttir
Vinstri kantur: Hólmfríður Magnúsdóttir
Framherji: Margrét Lára Viðarsdóttir
Vel fer um hópinn í Króatíu og lék veðrið við hann í dag. Æft var á keppnisvellinum í dag og er hann í ágætu standi. Heldur voru þó vallarstarfsmenn ákveðnir í að slá völlinn, akkúrat á meðan íslenska liðið var á æfingu en allt fór þó vel að lokum og var hægt að klára æfinguna með sóma.
Vert er að benda á textalýsingu á vefsíðunni www.mbl.is en leikurinn hefst sem áður sagði kl. 13:30 að íslenskum tíma.