KSÍ V þjálfaranámskeið haldið 23. - 25. apríl
Helgina 23.-25. apríl mun Knattspyrnusamband Íslands standa fyrir 5. stigs þjálfaranámskeiði í höfuðstöðvum KSÍ. Þátttökurétt á námskeiðið hafa allir þeir þjálfarar sem eru með KSÍ B þjálfaragráðu og fengu a.m.k. 70 stig í KSÍ B prófinu (UEFA B prófinu). Námskeiðið er upphafið af KSÍ A (UEFA A) þjálfaragráðu.
Þátttökugjald á námskeiðið er 20.000 krónur.
Skráning á KSÍ V námskeiðið er hafin og geta áhugasamir skráð sig með því að senda tölvupóst á dagur@ksi.is eða með því að hringja í 510-2977. Eftirfarandi upplýsingar þurfa að koma fram við skráningu: nafn, kennitala, félag, símanúmer og tölvupóstfang.