U19 kvenna - Baráttusigur í fyrsta leik
Stelpurnar í U19 unnu í dag baráttusigur á stöllum sínum frá Spáni en leikurinn var fyrsti leikur liðsins í milliriðli fyrir EM. Íslensku stelpurnar höfðu sigur, 3-2 eftir að hafa verið undir í hálfleik, 1-2.
Spænska liðið komst yfir á 9. mínútu en Berglind Björg Þorvaldsdóttir jafnaði leikinn aðeins mínútu síðar. Spánverjar komust aftur yfir á 39. mínútu og þannig var staðan þegar flautað var til leikhlés.
Það voru hinsvegar 2 mörk frá Þórdísi Hrönn Sigfúsdóttur sem að tryggðu íslenskan sigur en mörkin komu á 53. og 77. mínútu. Stelpurnar fögnuðu því miklum baráttusigri þegar dómarinn frá Lúxemborg flautaði til leiksloka.s Sterkt hjá stelpunum að tryggja sér sigur eftir að hafa tvisvar lent undir í leiknum.
Næsti leikur Íslands er á mánudaginn þegar leikið verður við heimastúlkur í Rússlandi. Rússar og Tékkar leika einmitt síðar í dag.