• mið. 24. mar. 2010
  • Landslið

Dregið um leikdaga á fimmtudag

UEFA
uefa_merki

Á morgun, fimmtudaginn 25. mars, hefst fundur framkvæmdastjórnar UEFA í Tel Aviv og þar verður dregið um leikdaga í riðli Íslands í undankeppni EM 2010.  Ekki tókst að semja um leikdaga á fundi þjóðanna fyrr í þessum mánuði og verður því dregið um hvenær leikið verður.

Þjóðirnar sem leika með Íslandi í H riðli eru: Portúgal, Danmörk, Noregur og Kýpur.  Dregið verður kl. 12:30 að íslenskum tíma og verða fluttar fréttir af drættinum hér á síðunni skömmu síðar.  Dregið verður um leikdaga í þremur öðrum riðlum á sama tíma.  Nánari upplýsingar má finna hér.