• mið. 24. mar. 2010
  • Landslið

Byrjunarlið Íslands gegn Mexíkó

Byrjunarliðið í vináttulandsleik gegn Færeyjum í Kórnum 2010
Island---Faereyjar-2010

Ólafur Jóhannesson, landsliðsþjálfari, hefur tilkynnt byrjunarlið sitt er mætir Mexíkó í vináttulandsleik í kvöld en leikið verður í Charlotte.  Leikurinn verður í beinni útsendingu hjá Stöð 2 Sport og hefst útsending kl. 23:50.  Ólafur stillir upp sama byrjunarliði og lék gegn Færeyingum síðastliðinn sunnudag.

Byrjunarliðið:

Markvörður: Gunnleifur Gunnleifsson

Hægri bakvörður: Skúli Jón Friðgeirsson

Vinstri bakvörður: Arnór Sveinn Aðalsteinsson

Miðverðir: Valur Fannar Gíslason og Jón Guðni Fjóluson

Tengiliðir: Bjarni Guðjónsson, fyrirliði, Guðmundur Kristjánsson og Matthías Vilhjálmsson

Hægri kantur: Steinþór Freyr Þorsteinsson

Vinstri kantur: Jóhann Berg Guðmundsson

Framherji: Kolbeinn Sigþórsson

Í búningsklefanum á Bank of America vellinum í CharlotteMikill áhugi er á leiknum og hafa selst um 65.000 miðar á leikinn en völlurinn tekur 72.500 manns í sæti.  Áhorfendur koma víða að til að sjá leikinn og hafa selst miðar í 29 fylkjum Bandaríkjanna og fjórum þjóðlöndum.

Leikvangurinn er glæsilegur en á vellinum, Bank of America, leikur Carolina Panthers heimaleiki sína í NFL deildinni.  Á þessum myndum, sem hinn hreyfanlegi búningastjóri Björn Ragnar Gunnarsson sendi okkur, sést að nóg pláss er í búningsklefa íslenska liðsins.Í búningsklefanum á Bank of America vellinum í Charlotte