• þri. 23. mar. 2010
  • Leyfiskerfi

Seinni fundur leyfisráðs í dag

Knattspyrna á Íslandi
missing_badges

Seinni fundur leyfisráðs í leyfisferlinu fyrir keppnistímabilið 2010 fer fram í dag, þriðjudag, og verða þá teknar fyrir umsóknir 8 félaga.  Á fyrri fundi ráðsins, fyrir viku síðan, var 16 félögum veitt þáttökuleyfi.  Sex félögum var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum og afgreiðslu tveggja félaga var frestað um viku á meðan mannvirkjamál voru skoðuð.  Á fundinum þriðjudaginn 16. mars var 7 félögum í Pepsi-deild veitt þátttökuleyfi, og 9 félögum í 1. deild. 

Ákveðið var að gefa félögum með ókláruð atriði viku frest til að klára sín mál.  Þessi félög eru eftirtalin:  Fjölnir, Þróttur R., Selfoss, ÍBV, Breiðablik og Haukar.

Afgreiðslu leyfisumsókna nokkurra félaga var frestað um viku á meðan mannvirkjamál voru skoðuð nánar.  Rétt er að fram komi að ekki var gerð athugasemd við leyfisgögn þessara félaga.  Þessi félög eru eftirtalin:  Fjarðabyggð og Keflavík.

Selfoss var reyndar í báðum hópunum, þ.e. félaginu var gefinn vikufrestur til að ganga frá útistandandi atriðum og jafnframt voru mannvirkjamálin skoðuð nánar.

Fundurinn í dag er kl. 16:00 og að honum loknum verður tilkynnt um ákvarðandi leyfisráðs.


Ákvörðunum leyfisráðs er hægt að áfrýja til leyfisdóms innan 7 daga frá því að leyfisumsækjanda er birt ákvörðun leyfisráðs samkvæmt eftirfarandi.

  1 Leyfisdómur tekur lokaákvörðun varðandi leyfi til handa leyfisumsækjanda.

  2 Ekki er hægt að kæra ákvörðun leyfisdóms til almennra dómstóla.

  3 Leyfisdómur skal starfa eftir settum lögum og reglugerðum Knattspyrnusambands Íslands og almennum réttarreglum.