• þri. 16. mar. 2010
  • Landslið

U19 kvenna - Hópurinn valinn fyrir milliriðilinn í Rússlandi

Byrjunarlið Íslands gegn Portúgal í undankeppni EM U19 kvenna í september
U19 kv gegn Portúgal sept 2009

Ólafur Þór Guðbjörnsson, landsliðsþjálfari U19 kvenna, hefur valið hópinn er leikur í milliriðli EM en riðillinn verður leikinn í Sochi, Rússlandi. 

Leikmennirnir 18 koma frá ellefu félögum en fyrsti leikurinn verður gegn Spánverjum, laugardaginn 27. mars.  Rússar verða mótherjarnir mánudaginn 29. mars en lokaleikur Íslands er svo við Tékka, fimmtudaginn 1. apríl.

Sigurvegari riðilsins kemst beint í úrslitakeppnina ásamt þjóðinni sem verður með bestan árangur í öðru sæti úr riðlunum sex.  Úrslitakeppnin fer fram í Makedóníu dagana 24. maí – 5. júní.

Hópurinn

Áríðandi upplýsingar til leikmanna

Vegabréfsáritun til Rússlands

 
Leikmenn eru beðnir um að koma á skrifstofu KSÍ sem allra fyrst, í síðasta lagi fyrir hádegi miðvikudaginn 17. mars með vegabréf sín og fylla þar út umsókn um vegabréfsáritun til Rússlands.  Við vorum að fá nýjar upplýsingar um það að til þess að fá vegabréfsáritun þá þurfum við að senda afrit af öllum vegabréfum til Rússlands í dag/fyrramálið áður en við förum með gögnin í rússneska sendiráðið í Reykjavík til að fá vegabréfsáritun.  Ef einhver leikmaður kemst ekki strax þá er mjög mikilvægt að hringja strax í Klöru á skrifstofu KSÍ (510-2901) og finna aðra lausn á málinu.

Bólusetning við H1N1 (svínainflúensu)


Heilbrigðisyfirvöld á Íslandi mæla almennt með bólusetningum við H1N1 (svínainflúensu) og hvetjum við landsliðskonur til að huga að því, hafi þær ekki þegar verið bólusettar.  Ef þið ætlið að bólusetja ykkur fyrir Rússlandsferðina er áríðandi að gera það sem fyrst.  Þessa bólusetningu á að vera hægt að fá á öllum heilsugæslustöðvum.