Dregið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna
Dregið hefur verið í riðla á Opna Norðurlandamótinu hjá U17 kvenna sem leikið verður í Danmörku, dagana 5. - 10. júlí. Mótið er eitt það sterkasta í þessum aldursflokki en Ísland er í riðli með Þýskalandi, Svíþjóð og Finnlandi. Í hinum riðlinum leika Holland, Noregur, Danmörk og Bandaríkin en síðasttalda þjóðin kemur nú inn í mótið í staða Frakklands.
Ísland leikur fyrst við Finna 5. júlí, við Þjóðverja 6. júlí og Svía 8. júlí. Laugardaginn 10. júlí verður svo leikið um sæti á mótinu.