• fös. 12. mar. 2010
  • Leyfiskerfi

Leyfisráð fundar á þriðjudag

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

Leyfisstjórn hefur nú lokið yfirferð fjárhagslegra leyfisgagna félaga og gert tillögur um úrbætur þar sem við á.  Leyfisráð kemur saman til fundar á þriðjudag kl. 16:00 og verða þá teknar fyrir leyfisumsóknir félaga til afgreiðslu og þátttökuleyfi gefin út til þeirra félaga sem uppfylla allar lykilkröfur.

Í leyfisferlinu 2009 gaf leyfisráð út þátttökuleyfi til 16 félaga af þeim 24 sem undirgengust leyfiskerfið (félög í Pepsi-deild karla og 1. deild karla) á fyrri fundi sínum.  Hinum 8 félögunum var gefinn viku frestur til að ganga frá útistandandi atriðum.  Sá háttur verður einnig hafður á í þessu leyfisferli fyrir keppnistímabilið 2010.

Rétt er að fram komi að 23 leyfisumsækjendur hafa skilað fjárhagsgögnum sínum, en Þróttur R. hefur enn ekki skilað.