• mán. 01. mar. 2010
  • Landslið

Norskur 3-2 sigur á Algarve

A landslið kvenna
ksi-Akvenna

Ísland og Noregur mættust í Algarve-bikarnum í dag, mánudag og var þetta lokaumferðin í B-riðli.  Norðmenn reyndust sterkari í leiknum og knúðu fram 3-2 sigur gegn stelpurnum okkar, sem höfnuðu í neðsta sæti B-riðils.  Leikir um sæti fara fram á miðvikudag. 

Fylgst var með leiknum í textalýsingu.

Bein textalýsing

Leikurinn er hafinn og fer rólega af stað.  Völlurinn er nokkuð blautur og þungur, og gæti orðið erfiður yfriferðar eftir því sem líður á leikinn.

Ísland byrjar af krafti og gott færi skapast  eftir hornspyrnu.

Mark! 1-0 fyrir Norðmenn eftir 15 mín.  Aukaspyrna utan af miðjum velli inn fyrir íslensku vörnina.  Guðbjörg markmaður kemur út á móti boltanum, en sóknarmaður Noregs stingur sér fram og nær að skalla boltann framhjá henni og í markið.

Norðmenn sækja talsvert meira í leiknum og hafa átt nokkrar hættulegar hornspyrnur um miðbik fyrir hálfleiks, auk þess að hafa átt nokkur skor framhjá íslenska markinu.

Íslenska liðið svaraði með því að Dóra María Lárusdóttir átti skalla að marki eftir fyrirgjöf frá Rakeli Hönnudóttur af hægri kanti, sem norski markvörðurinn varði vel.

Þegar um 10 mín lifðu af fyrri hálfleik sækja Norðmenn stíft að íslenska markinu, en íslenska liðið hreinsar jafn harðan frá.  Þó áttu þær norsku eitt skot sem hafnaði í stönginni.

Það er kraftur í íslenska liðinu undir lok fyrri hálfleiksins.  Hólmfríður Magnúsdóttir og Margrét Lára Viðarsdóttir hafa verið aðgangsharðar við norska markið.  Í kjölfarið fengu Norðmenn svo hornspyrnu en Guðbjörg í markinu greip vel inn í.

Hálfleikur.  Íslenska liðið hefur átt erfitt uppdráttar í fyrri hálfleik og norska liðið verið mun sterkara.  Sendingar skila sér ekki nægilega vel milli manna og ljóst að hléið verður nýtt til endurskipulagningar.

Norðmenn byrja seinni hálfleikinn af krafti og eiga tvö hættuleg færi á upphafsmínútunum.  Í seinna færinu nær Guðbjörg markvörður knettinum af tánum á sóknarmannunum og hefur strax sókn.  Eftir nokkuð samspil berst knötturinn inn í vítateig Noregs, þar sem Margrét Lára Viðarsdóttir kemur aðvífandi og skorar með góðu skoti í hornið fjær.

Þessi staða stóð stutt, því aðeins nokkrum mínútum síðar komust Norðmenn aftur yfir og eftir tæplega klukkutíma leik skoruðu þær norsku annað mark.  Guðbjörg sló boltann yfir eftir hornspyrnu, annað horn, og upp úr því skorar norskur sóknarmaður með skalla.  Staðan orðin 3-1 fyrir Noreg.

Stelpurnar okkar lögðu ekki árar í bát og minnkuðu muninn þegar um stundarfjórðungur lifði af leiknum og var þar að verki Hólmfríður Magnúsdóttir, sem skoraði beint úr hornspyrnu.

Íslenska liðið komst smám saman meira inn í leikinn í seinni hálfleik og meira jafnræði var með liðunum en í þeim fyrri.  Lokatölur leiksins urðu þó 3-2 fyrir Noreg, og þjí ljóst að íslenska liðið hafnaði í fjórða og neðsta sæti B-riðils.