• mán. 01. mar. 2010
  • Landslið

Mikið undir í Magdeburg

Byrjunarlið U21 karla gegn Tékkum á KR velli 12. ágúst 2009.  Tékkar sigruðu með tveimur mörkum gegn engu.
U21 gegn Tékklandi ágúst 2009

Strákarnir í U21 karlalandsliðið Íslands eru klárir í slaginn fyrir leikinn á morgun á móti Þjóðverjum.  Æft var á keppnisvellinum í kvöld og fer vel um mannskapinn.  Tvær æfingar voru teknar í dag en leikurinn hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma.

Síðustu leikmenn hópsins komu á staðinn í dag eftir leiki gærdagsins en óhætt er að segja að hópurinn sé einbeittur og til í slaginn.  Þó er rétt að geta þess að aðstoðarlandsliðsþjálfarinn, Tómas Ingi Tómasson, var markahæstur á skotæfingu á morgunæfingunni enda markanef hans margfrægt.

Hópurinn er einbeittur eftir kvöldfundinn og bíður spenntur eftir morgundeginum.  Það gerir heimasíðan líka og verður textalýsing hér á síðunni á meðan leik stendur.  Þá er einnig vitað að hægt er að sjá leikinn á Ölver og jafnvel fleiri góðum stöðum þar sem þýsk sjónvarpsstöð (DSF) mun sýna leikinn í beinni útsendingu.