• sun. 28. feb. 2010
  • Landslið

Byrjunarliðið gegn Noregi á Algarve-mótinu

Erna B. Sigurðardóttir í leik gegn Frökkum á EM í Finnlandi
erna-b-sigurdardottir

Sigurður Ragnar Eyjólfsson, þjálfari A-landsliðs kvenna, hefur tilkynnt byrjunarlið Íslands gegn Noregi.  Liðin mætast í Algarve-bikarnum á mánudag kl. 15:00 að íslenskum tíma og er þetta lokaumferðin í B-riðli.  Leikir um sæti fara fram á miðvikudag.

Stillt er upp í nokkuð klassíska 4-4-2 leikaðferð, með fjögurra manna vörn, tvo tengiliði, kantmenn og tvo framherja.  Katrín Ómarsdóttir og Guðný B. Óðinsdóttir eiga við meiðsli að stríða og óvíst er með þátttöku þeirra í leiknum.

Það hefur rignt mikið á Algarve í dag, sunnudag, þannig að útlit er fyrir að völlurinn verði blautur og þungur á mánudag.

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi (4-4-2)

Markvörður

Guðbjörg Gunnarsdóttir

Hægri bakvörður

Sif Atladóttir

Vinstri bakvörður

Ólína G. Viðarsdóttir

Miðverðir

Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Erna B. Sigurðardóttir

Tengiliðir

Sara Björk Gunnarsdóttir og Dóra María Lárusdóttir

Hægri kantur

Rakel Logadóttir

Vinstri kantur

Hólmfríður Magnúsdóttir

Framherjar

Margrét Lára Viðarsdóttir og Rakel Hönnudóttir