• þri. 23. feb. 2010
  • Landslið

Kvennalandsliðið komið til Algarve

Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010.  Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir
2010-Algarve-nylidar

Kvennalandsliðið er komið til Algarve þar sem það tekur þátt á Algarve Cup sem hefst á morgun.  Fyrsti leikur Íslands er gegn Bandaríkjunum og hefst leikurinn kl. 15:00 að íslenskum tíma.

Hópurinn æfði í morgun og mun svo æfa aftur seinni partinn í dag.  Aðstæður er allar hinar bestu á Algarve og fer vel um hópinn.  Seinkun flugs varð þó til þess að þeir leikmenn sem komu frá Svíþjóð komust ekki á hótelið fyrr en um miðnætti í gær og fór æfingin í morgun að mestu í það að ná ferðalaginu "út úr" hópnum.

Á myndinni hér að neðan má sjá nýliðana í hópnum en þeir eru fimm að þessu sinni.

B riðill

Nýliðarnir í hópnum á Algarve 2010. Berglind Björg Þorvaldsdóttir, Elínborg Ingvarsdóttir, Dagný Brynjarsdóttir, Mist Edvardsdóttir og Thelma Björk Einarsdóttir