U21 karla - Hópurinn valinn fyrir Þýskaland
Eyjólfur Sverrisson, landsliðsþjálfari U21 karla, hefur valið hóp sinn fyrir leik gegn Þýskalandi í undankeppni fyrir EM 2011. Þarna mætast liðið í öðru og þriðja sæti riðilsins en Ísland hefur 12 stig eftir fimm leiki en Þjóðverjar 7 stig eftir fjóra leiki. Tékkar eru eftir með fullt hús stiga eftir fimm leiki.
Möguleikar Íslendinga í riðlinum eru góðir en íslenska liðið hefur verið einkar marksækið í leikjum sínum til þessa og hafa skorað flest mörk allra þjóða í undankeppninni. Fyrirkomulagið á keppninni er þannig að efsta þjóð hver riðils og þær fjórar þjóðir með bestan árangur í öðru sæti riðlanna, munu leika umspilsleiki um sæti í úrslitakeppninni í Danmörku.
Einn nýliði er í hóp Eyjólfs að þessu sinni en það er Kristinn Jónsson úr Breiðabliki.
Þess má geta að leikurinn, sem hefst kl. 16:45 að íslenskum tíma, verður sýndur á þýsku sjónvarpsstöðinni DSF en margir hafa aðgang að henni hér á landi.