Frábær mæting á fyrsta súpufund KSÍ
Frábær mæting var á fyrsta súpufund KSÍ sem haldinn var í hádeginu í dag í höfuðstöðvum KSÍ. Á þessum fyrsta fundi kynnti Guðjón Örn Helgason meistaraprófsritgerð sína sem fjallar um hollustu og tryggð knattspyrnumanna gagnvart félagi sínu. Um 90 manns mættu og hlýddu á erindi Guðjóns.
Ætlunin er að halda fræðslufundi einu sinni í mánuði um ólík efni sem tengjast þó knattspyrnu á ýmsan hátt. Ljóst er að margir hafa áhuga fyrir slíkum fundum líkt og sást á mætingu á þennan fyrsta fund.
Hér að neðan má sjá nokkrar myndir frá fundinum.