RUV fékk viðurkenningu fyrir EM kvenna
Á 64. ársþingi KSÍ fékk Ríkissjónvarpið viðurkenningu fyrir umfjöllun sína og efnistök um úrslitakeppni EM kvenna sem fram fór í Finnlandi á síðasta ári. Það var Kristín Harpa Hálfdánardóttir sem veitti viðurkenningunni móttöku fyrir hönd RUV og tileinkaði hana minningu Hrafnkels Kristjánssonar, íþróttafréttamanns hjá RUV, sem lést á síðasta ári.