ÍR og ÍA fengu jafnréttisverðlaun á ársþingi
Jafnréttisverðlaun voru nú veitt í annað skiptið á ársþingi KSÍ. Að þessu sinni voru það ÍA og ÍR sem að fengu þessa viðurkenningu. Það var Futsal dómarinn knái, Hörður Heiðar Guðbjörnsson, sem tók við viðurkenningunni fyrir hönd ÍR og Gísli Gíslason sem tók við henni fyrir hönd ÍA
ÍA fékk viðurkenninguna fyrir brautryðjendastarf með knattspyrnuæfingar fyrir fatlaða og ÍR fyrir herferð gegn einelti. Það var Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, sem afhenti þessar viðurkenningar á 64. ársþingi KSÍ.