Leikstaðir í Serbíu og Króatíu tilbúnir
Nú er ljóst hvar íslenska kvennalandsliðið leikur útileiki sína gegn Serbíu og Króatíu en leikirnir, sem eru í undankeppni fyrir HM 2011, fara fram 27. og 31. mars. Leikurinn gegn Serbíu verður á Mirko Vucurevic í bænum Banatski Dvor. Leikið verður hinsvegar við Króatíu á Branko Cavlovic vellinum í Karlovac. Sá völlur er nýuppgerður og tekur 12.000 manns í sæti.
Næsta verkefni kvennalandsliðsins er hinsvegar hið sterka Algarve Cup en það hefst 24. febrúar næstkomandi þegar aleikið verður við Bandaríkin.