• fös. 05. feb. 2010
  • Leyfiskerfi

Röng leyfisgögn hjá Fram í leyfisferlinu 2009

Fram
fram180

Aga- og úrskurðarnefnd KSÍ hefur tekið fyrir erindi framkvæmdastjóra KSÍ, þar sem óskað var eftir því að nefndin tæki fyrir mál sem tengist leyfisgögnum Fram árið 2009.  Ljóst þótti að Fram hefði lagt fram röng leyfisgögn með umsókn um þátttökuleyfi fyrir keppnistímabilið 2009.

Nefndin var sammála erindi framkvæmdastjóra og ákvað, að fengnum tillögum frá leyfisstjórn, að beita Fram viðurlögum samkvæmt C-lið greinar 8.1 í leyfisreglugerð KSÍ, sem fólgin er í viðvörun og sekt að upphæð kr. 25.000.