• mið. 03. feb. 2010
  • Fræðsla

Bikardraumar í skólum

Forsíða Bikardrauma, saga bikarkeppni KSÍ í 50 ár
Bikardraumar

KSÍ hefur gefið um 80 eintök af bókinni "Bikardraumar" í grunn- og framhaldskóla á Íslandi.  Bókin kom út í desember á síðasta ári í tilefni af því að árið 2009 var leikið í 50. skiptið í Bikarkeppni KSÍ. 

Það er Skapti Hallgrímsson sem að skrifaði bókina en þessa 368 blaðsíðna bók prýða fjöldi mynda ásamt því að DVD diskur fylgir með brotum úr mörgum eftirminnilegum úrslitaleikjum.