Styrkur úr Afrekssjóði ÍSÍ
Framkvæmdastjórn Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands samþykkti í gær tillögur stjórnar Afrekssjóðs ÍSÍ og Styrktarsjóðs ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna um úthlutun fyrir árið 2010.
KSÍ fær úthlutað úr Afrekssjóði ÍSÍ 4.000.000 króna vegna A landsliðs kvenna og 500.000 krónur vegna verkefna yngri landsliða kemur úr Styrktarsjóði ungra og framúrskarandi efnilegra íþróttamanna.
Alls tilkynnti ÍSÍ úthlutun sem nemur rúmum 60.000.000 króna fyrir árið 2010. Þar af er hlutur ríkisins 25.500.000 krónur. Hlutur ríkisins var árið 2006 30.000.000 milljónir króna og hefur sú upphæð verið óbreytt undanfarin ár. Flestir kostnaðarliðir sambandsaðila sem styrktir eru með fjármagni úr sjóðnum er erlendur kostnaður. Verðgildi þess styrks hefur rýrnað mjög ef borin eru saman framlög síðustu ára. Þannig var framlag ríkisins árið 2006 í sem nemur tæplega 400.000 Evrur en er árið 2010 rúmlega 140.000 Evrur.