• fös. 29. jan. 2010
  • Dómaramál

Dæma á æfingamóti á Marbella

Dómaraflauta eða hljóðfæri?
domaraflauta

Ákveðið hefur verið að þiggja boð norska knattspyrnusambandsins um að senda 2 íslenska dómara og 3 aðstoðardómara á alþjóðlegt æfingamót í Marbella á Spáni. Mótið stendur dagana 7. til 12. febrúar n.k. Þeir sem valdir voru til fararinnar eru:

  • Kristinn Jakobsson                    
  • Þóroddur Hjaltalín                     
  • Áskell Þór Gíslason
  • Frosti Viðar Gunnarsson         
  • Gunnar Sverrir Gunnarsson

Ljóst er að um kærkomið tækifæri er um að ræða að fá æfingadómgæslu á alþjóðlegu móti sterkra liða frá Norðurlöndunum og Rússlandi.

Þess má geta að Norðmenn senda sína 2 sterkustu dómara á mótið sem lið í þeirra undirbúningi að dómgæslu í Meistaradeild Evrópu síðar í vetur.