• mið. 27. jan. 2010
  • Fræðsla

Fyrirlestur hjá Íþrótta- og Ólympíusambandinu á fimmtudag

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
isi_hnappur

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands býður upp á fræðilegan fyrirlestur á hádegisfundi fimmtudaginn 28. janúar næstkomandi frá kl. 12.00 - 13.00 í E-sal Íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardal.

Ann Helen Oddberg lektor við Íþrótta- og heilsubraut Menntavísindasviðs HÍ á Laugarvatni mun fjalla um hugmyndafræði Dr. Istavan Balyi sem er heimsfrægur þjálffræðingur.  Dr. Istavan Balyi hefur lagt fram viðmið og ráðleggingar sem auka líkur á að börn og unglingar nái árangri og verði áfram í íþróttum út lífið.

Aðgangur er ókeypis og öllum heimill á meðan húsrúm leyfir.