Söfnunarsími til hjálpar Haítí - 901 5015
Opnaður hefur verið söfnunarsími til hjálpar bágstöddum á Haítí, en eins og öllum er kunnugt um hafa miklar hörmungar gengið þar yfir. KSÍ vekur hér með athygli á þessum söfnunarsíma, sem er 901-5015, en það eru Húmanistar sem standa að þessu verkefni.
Fréttatilkynning frá Húmanistum
"Húmanistar á Haiti” opna söfnunarsímann 901 5015
Einsog margir þegar vita þá hafa Húmanistar verið með öflugt starf á Haiti sl. 15 ár. M.a. verið með 200 skóla fyrir börn, kröftuga lestrarkennslu fyrir fullorðna o.fl.
Fjölmargir Íslendingar og sér í lagi íslensk fyrirtæki hafa stutt verkefnið af mikilli rausn í gegnum árin.
Haitískur Húmanisti, Moise Philogene, hefur verið túlkur ísl. sveitarinnar á Haiti og verið þeim innan handar.
Húmanistar sem og aðrir Haitibúar hafa orðið fyrir gífurlegu áfalli og margir skólar hrunið.
Framundan er mikið verk, fyrst í stað að hjálpa þeim eftirlifandu með brýnustu nauðsynjar. Síðan að hefjast handa á nýjan leik við uppbyggingu.
Vel er að mörg samtök hafa þegar brugðist við, því hér þurfa margar hendur að koma að verki.
Húmanistar leggja áherslu á að það fé sem safnast í gegnum þá fer óskipt nú sem endranær í verkefnin sjálf, því hjá okkur er engin yfirbygging. Allt fé fer til fólksins á Haiti
Það fé sem safnast á Íslandi mun fara í 4 málaflokka:
1. Brýnustu nauðsynjar. Mat, drykkjarvatn, vitamín og lyf ásamt lágmarksskýlum til að verjast vindi og vatni.
2. Stuðningur við starfrsemi “Cruz Blanca Humanista”, sem eru samtök 10 húmaniskra heilsugæslustöðva í Dominíska Lýðveldinu, en þaðan fer teymi til Haiti til aðstoðar við brýnustu heilsufarsmál.
3. Lágmarks endurreisn á þeim skólum sem hrunið hafa, því nauðsynlegt era að sem fyrst verði grunnmenntun haldið áfram
4. Stuðningur við að taka á móti „flóttafólki“ frá höfuðborginni útá landsbyggðina en fólk er að streyma þangað úr eyðileggingunni á Port-au-Prince svæðinu
Með von um að þið sjáið ykkur fært að leggja þessu brýna máli lið, með því að láta ykkar félagsmenn vita af þessari söfnum.
Takk fyrir
F.h. “Húmanista á Haiti”
Pétur Guðjónsson, s. 898-3742;
Helga R. Óskarsdóttir, s. 861-9175