• þri. 19. jan. 2010
  • Dómaramál

Kristinn og Sigurður Óli í Englandi

Enski dómarinn Mike Riley
Mike_Riley1

Þeir Kristinn Jakobsson og Sigurður Óli Þorleifsson eru staddir í Englandi þar sem þeim hefur verið boðið  að taka þátt í æfingum og fræðsluráðstefnu úrvalsdeildardómara í Englandi.  Ennfremur munu þeir fylgjast með dómurum í leik í ensku úrvalsdeildinni sem og undirbúningi leiksins.

Það er Mike Riley, yfirmaður dómaramála í Englandi, sem býður þeim Kristni og Sigurði sérstaklega í þessa ferð en Riley hefur verið í góðu sambandi við íslenska dómarastétt, dæmt á Shellmótinu í Eyjum og flutt erindi á landsdómararáðstefnu hér á landi.

Kristinn JakobssonSigurður Óli Þorleifsson