• fös. 15. jan. 2010
  • Leyfiskerfi

Ó Reykjavík, ó Reykjavík, þú yndislega borg ...

Þróttur - Leiknir - Víkingur
trott-leikn-vik

Leyfisgögn hafa nú borist frá Reykjavíkurfélögunum Leikni Víkingi og Þrótti, og þar með hafa allir leyfisumsækjendur í efstu tveimur deildum karla skilað sínum gögnum.  Leyfisstjórn mun í framhaldinu fara yfir gögnin, gera athugasemdir þar sem við á og vinna með viðkomandi félögum að úrbótum.

Lokaskiladagur þessara gagna var í dag, föstudaginn 15. janúar.  Fjárhagslegum gögnum er síðan skilað eigi síðar en 20. febrúar.

Þau gögn sem leyfisumsækjendur eiga að skila eigi síðar en 15. janúar snúa að knattspyrnulegum þáttum (þjálfun og uppeldi ungra leikmanna), mannvirkjaþáttum (eignarréttur aðstöðu eða samningur um notkun, aðstaða áhorfenda, fjölmiðla og iðkenda), starfsfólki og stjórnun (starfslýsingar, ráðningarsamningar, menntun og reynsla) og lagalegum forsendum (lagalegur grundvöllur félags).