• mið. 13. jan. 2010
  • Landslið

Nýr samstarfssamningur KSÍ og Vífilfells

Frá undirritun samstarfssamnings á milli Vífilfells og KSÍ
Undirritun-Coca-Cola-2010

Knattspyrnusamband Íslands og Vífilfell (Coca Cola) undirrituðu í gær samkomulag um áframhaldandi samstarf til næstu fjögurra ára.  Í samningnum felst stuðningur Vífilfells við starfsemi KSÍ á öllum sviðum og nær samningurinn m.a. til allra landsliða Íslands af báðum kynjum.

Vífilfell (Coca Cola) hefur verið í lykilhlutverki sem einn af aðalsamstarfsaðilum KSÍ síðustu fjögur árin og með samkomulaginu sem undirritað var í gær er ljóst að Vífilfell verður áfram Alltaf í boltanum með KSÍ.

Það voru þeir Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ og Haukur Sörli Sigurvinsson, vörumerkjastóri Coca Cola undirrituðu samkomulagið í höfuðstöðvum KSÍ í gær.

Samstarf KSÍ og Vífilfells hefur staðið yfir lengi, verið farsælt báðum aðilum og styrkir þetta samkomulag tengslin enn frekar.  Mikilvægt er fyrir Knattspyrnusambanið að eiga öfluga bakhjarla sem þessa og skv. Hauki Sörla er það akkur Vífilfells að tengjast íslenskri knattspyrnu: "Stuðningur Coca-Cola við Íslenska knattspyrnu á sér langa sögu og við erum stolt af því af geta haldið áfram þessu áratugalanga samstarfi okkar við knattspyrnuhreyfinguna. Í seinni tíð hefur samningurinn einnig náð til yngstu iðkendanna og við getum áreiðanlega öll verið sammála um að það er þar sem grunnurinn er lagður að frábærum árangri eins og þeim sem íslenska kvennalandsliðið hefur sýnt síðustu ár.

Sú mikla barátta og einbeiting sem stelpurnar okkar hafa sýnt, innan vallar og utan, gerir það enn ánægjulegra fyrir fyrirtæki eins og okkar að koma að starfi knattspyrnuhreyfingarinnar.“

Frá undirritun samstarfssamnings á milli Vífilfells og KSÍ