Þrjú félög fengu grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA fyrir árið 2009
Í dag voru afhent grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA og var athöfnin haldin í höfuðstöðvum KSÍ. Þrjú félög fengu viðurkenningar að þessu sinni en veittar eru viðurkenningar í nokkrum grasrótarflokkum. Breiðablik, Fjarðabyggð/Leiknir og KR fengu grasrótarviðurkenningar að þessu sinni.
Félögin fengu viðurkenningaskjal frá KSÍ og UEFA ásamt því að fá 30 bolta og 20 vesti.
Grasrótarviðburður ársins og besta stúlkna og kvennamótið:
Breiðablik – Símamót.
Símamótið var haldið í 24 skiptið í sumar. Símamótið er eingöngu fyrir stúlkur á aldrinum 8 ára til 12 ára aldurs.. Í ár tóku 130 lið þátt með 1270 leikmenn.
Grasrótarviðburður fatlaðra:
Special Olympics í fótbolta - Umsjónaraðili Knattspyrnufélagið KR
Special Olympics 2009 í knattspyrna.
Íslandsleikar Special Olympics 2009 fóru fram á KR-velli 24. maí.
Special Olympics 2009 í knattspyrna var samstarfsverkefni Íþróttasambands fatlaðra, KSÍ og KR. Í butjun árs byrjaði KR að hafa knattspyrnaæfingar fyrir fatlaðra og í framhaldi af því hélt KR Íslandsleika Special Olympics 2009. Í lok móts veittu Forseti Íslands og Formaður KSÍ liðunum þátttökuviðurkenningar.
Grasrótarviðburður smærri bæjarfélaga - besta unglingamótið:
Fjarðarbyggð/Leiknir - Fjarðaálsmótið
Fjarðarbyggð/Leiknir hefur undanfarin ár gengist fyrir Fjarðarálsmótinu sem er bæði fyrir drengi og stúlkur frá 7. flokk til og með 3. flokk en það var Leiknir Fáskrúðsfirði sem að ýtti þessu móti úr vör. Í ár tóku 9 félög af austur og norðurlandi þátt með alls um 400 þátttkendur.
KSÍ óskar þessum félögum til hamingju með þessar viðurkenningar.