• þri. 12. jan. 2010
  • Fræðsla

Stofnskrá Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis

Borði Heimsgöngunnar borinn á undan liðnum
pepsi-deildin-100509_110

KSÍ tók virkan þátt í verkefninu "Heimsganga í þágu friðar og tilveru án ofbeldis" á árinu sem leið.  Markmið Heimsgöngunnar er að skapa vitundarvakningu sem hafnar öllu ofbeldi hvernig sem það birtist.

Þátttaka KSÍ fólst meðal annars í því að í þeim leikjum Pepsi-deildar karla sem voru í beinni útsendingu sjónvarps var fáni Heimsgöngunnar borinn inn á völlinn á undan liðunum. Gangan sjálf hófst á fæðingardegi Gandhis (2. október) á Nýja Sjálandi, stóð yfir í 3 mánuði og endaði við rætur Aconcagua, hæsta fjalls Suður-Ameríku 2. janúar 2010. 

Yfirlýsing KSÍ til stuðnings verkefninu:  Á hverjum einasta degi koma börn jafnt sem fullorðnir saman, í öllum löndum heims, til að leika knattspyrnu.  Fólk á öllum aldri, af báðum kynjum, af öllum stærðum og gerðum, öllum kynþáttum, úr öllum trúflokkum og af öllu þjóðerni, sameinast í þessari fallegu íþrótt.  Ástin á knattspyrnu sameinar heimsbyggðina og er öflugt tæki til ákalls um frið á vorum tímum og til allrar framtíðar. Þess vegna styður Knattspyrnusamband Íslands Heimsgöngu í þágu friðar og tilveru án ofbeldis, af heilum hug og hjarta.

Nú hefur verið gefin út stofnskrá til stuðnings þessu viðamikla verkefni, sem staðið hefur allt síðasta ár á heimsvísu.  Stofnskrána undirrituðu margir af þeim sem hlotið hafa Friðarverðlaun Nóbels.

Stofnskrá

www.heimsganga.is