KSÍ III þjálfaranámskeið um næstu helgi
Helgina 15.-17. janúar heldur Knattspyrnusamband Íslands 3. stigs þjálfaranámskeið á höfuðborgarsvæðinu. KSÍ hélt slíkt námskeið einnig um síðustu helgi þar sem Lars Lagerback, fyrrverandi A-landsliðsþjálfari Svíþjóðar, heimsótti landann og tók út námskeiðið en Lagerback er meðlimur í JIRA-starfshópnum sem er hópur á vegum UEFA og hefur yfirumsjón með þjálfarmenntun í Evrópu. Myndin hér að neðan var tekin að námskeiðinu loknu.
Námskeiðið um næstu helgi er opið öllum þeim sem hafa lokið við KSÍ I og KSÍ II þjálfaranámskeið. Námskeiðsgjaldið er 22.000 kr.
Opnað hefur verið fyrir skráningu en hægt er að skrá sig með því að senda eftirfarandi upplýsingar á dagur@ksi.is eða hringja í síma 510-2977: Nafn, kennitala, símanúmer, tölvupóstfang og félag.