Grasrótarverðlaun KSÍ og UEFA afhent í dag
Í dag kl. 14:30 verða afhentar grasrótarviðurkenningar KSÍ og UEFA fyrir knattspyrnuárið 2009.
Grasrótarstarf getur verið af margvíslegum toga og eru það aðildarfélög KSÍ sem bera þungann af þessu starfi með margvíslegum hætti í hreyfingunni. Grasrótarverðlaun KSÍ fyrir árið 2008 fengu félögin Þróttur, Víðir, ÍA og ÍR fyrir ýmsa grasrótarviðburði.
KSÍ heldur áfram að efla grasrótarstarf í íslenskri knattspyrnu og stefnir að því að halda áfram því góða samstarfi við aðildarfélög sín og önnur félög hér á landi. KSÍ varð aðili að Grasrótarsáttmála UEFA árið 2008 og varð þá 30. aðilarþjóð UEFA að að verða aðili að sáttmálanum.