• þri. 29. des. 2009
  • Leyfiskerfi

Þetta er jú bara fótbolti ...

ÍBV
ibv_3

Leyfisgögn ÍBV, önnur en fjárhagsleg, hafa nú borist leyfisstjórn og þar með hefur þriðjungur leyfisumsækjenda (félaga í efstu tveimur deildum karla), eða 8 félög alls, skilað gögnum.  Póststimpillinn á sendingu ÍBV sýnir sendingardag 22. desember, þannig að sá dagur er reiknaður sem skiladagur.

Aldrei áður hafði það gerst hér á landi að leyfisumsækjandi skili gögnum fyrir jól.  Í leyfisferlinu fyrir 2010 gerðist það hins vegar að átta félög skiluðu gögnum fyrir jól - ÍBV, FH, Valur, Fylkir, KR, Keflavík, KA og ÍR, en ÍR-ingar skiluðu reyndar áður en eiginlegt leyfisferli hófst!

Þau gögn sem leyfisumsækjendur eiga að skila fyrir 15. janúar snúa að knattspyrnulegum þáttum (þjálfun og uppeldi ungra leikmanna), mannvirkjaþáttum (eignarréttur aðstöðu eða samningur um notkun, aðstaða áhorfenda, fjölmiðla og iðkenda), starfsfólki og stjórnun (starfslýsingar, ráðningarsamningar, menntun og reynsla) og lagalegum forsendum (lagalegur grundvöllur félags).

Fjárhagslegum gögnum er síðan skilað fyrir 20. febrúar.