• þri. 22. des. 2009
  • Lög og reglugerðir

Reglugerðarbreytingar samþykktar af stjórn KSÍ

Knattspyrnusamband Íslands
ksi-merki

 

Stjórn KSÍ samþykkti á fundi sínum þann 18. desember nokkrar breytingar á reglugerðum KSÍ.   Samþykktar breytingar eru hér meðfylgjandi ásamt stuttum greinargerðum og eru aðildarfélög hvött til að kynna sér þær.

Breytingarnar hafa einnig verið kynntar aðildarfélögum með dreifibréfi.

Það sem út fellur úr reglugerðum er yfirstrikað en ný ákvæði eru ská- og feitletruð.       

Agarefsing vegna bikarúrslitaleiks

Reglugerð KSÍ um aga- og úrskurðarmál

13.gr.

13.3. Agabrot framið á einu keppnistímabili hefur ekki ítrekunaráhrif á því næsta. Ef

leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur, skal það gert í

byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.  Ofangreint nær aðeins til

agaviðurlaga vegna brottreksturs en ekki vegna áminninga. Flytjist leikmaður á milli

aldursflokka um áramót, skal hann taka út viðurlögin í nýjum aldursflokki.

13.3.1. Agabrot framið á einu keppnistímabili hefur ekki ítrekunaráhrif á því næsta.  Ef leikmaður á eftir að taka út agaviðurlög þegar keppnistímabili lýkur skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns sbr. þó 13.3.3. og 13.3.4.   Flytjist leikmaður á milli aldursflokka um áramót, skal hann taka út viðurlögin í nýjum aldursflokki.

13.3.2.  Ef leikmaður á eftir að taka út leikbann vegna brottvísunar þegar keppnistímabili lýkur skal það gert í byrjun næsta keppnistímabils viðkomandi leikmanns.

13.3.3. Ef leikmaður á eftir að taka út leikbann vegna áminninga þegar Íslandsmóti og undanúrslitaleikjum í bikarkeppni KSÍ er lokið skal leikbannið falla niður.

13.3.4. Ef leikmaður á eftir að taka út leikbann vegna áminninga þegar úrslitaleik í bikarkeppni KSÍ er lokið skal leikbannið falla niður svo fremi sem leikurinn sé síðasti leikur keppnistímabilsins.

Greinargerð:

Breytingin hefur í för með sér að leikmaður sem á eftir að taka út leikbann vegna áminninga, gulra spjalda, þegar Íslandsmóti og undanúrslitaleikjum í bikarnum er lokið er heimilt að leika í bikarúrslitaleik.  Við núverandi fyrirkomulag getur sú staða komið upp að leikmaður sem er kominn í bikarúrslitaleik er t.d.  á þremur gulum spjöldum fyrir síðustu leiki í Íslandsmóti og þá getur verið tilhneiging til þess að viðkomandi sé hvíldur í þeim leikjum á Íslandsmóti þannig að hann geti örugglega leikið í bikarúrslitum.

Mótamál 5. flokkur

Reglugerð KSÍ um knattspyrnu í 7 manna liðum.

9.gr.

9.1. Fyrir öll brot í 12. grein knattspyrnulaganna skal refsað með beinni aukaspyrnu með þeim

undantekningum að markverði í 5. 6. flokki og yngri aldursflokkum skal heimilt að taka knöttinn

upp með höndum eftir sendingu frá samherja og jafnframt skal honum heimilt að halda

knettinum lengur en í 6 sekúndur.

9.2. Þegar leikmaður tekur aukaspyrnu skulu allir mótherjar hans vera í a. m. k. 6 m fjarlægð frá

knettinum, þar til hann er kominn í leik. Í aukaspyrnu innan vítateigs í 5. 6. flokki og yngri

aldursflokkum má leika knettinum til markvarðar án þess að knötturinn hafi farið út fyrir

vítateig.

11. gr.

Markspyrna

11.1. Í 5.6. flokki og yngri aldursflokkum má leika knettinum til markvarðar án þess að knötturinn

hafi farið út fyrir vítateig.

13. gr.

Innkast

13.1. Í 5.  6. flokki og yngri aldursflokkum má markvörður taka knöttinn upp með höndum eftir innkast frá samherja.

Greinargerð:

Breytingin þýðir einfaldlega að framvegis mega markverðir í 5.flokki ekki taka knöttinn upp með höndum eftir að þeir fá hann frá samherja eins og gildir í eldri flokkum. 

 

Félagaskipti og félagaskiptagjald

Reglugerð KSÍ um félagaskipti, samninga og stöðu leikmanna og félaga.

18. gr.

18.2.2. Ef leikmaður, sem hefur ekki verið samningsbundinn undanfarin 5 ár og hefur leikið fyrir annað félag (önnur félög) einhvern hluta af þeim tíma, gerir samning við félag í fyrsta sinn, þá skal það félag greiða gjald til hinna  félaganna þeirra félaga er leikmaðurinn hefur leikið með undanfarin 5 ár  og skal heildarupphæðin nema grunngjaldinu.

Gjaldið reiknast þannig að félag á rétt á hlutdeild af grunngjaldinu fyrir hvert keppnistímabil sem leikmaðurinn var hjá því. Ef um skemmri tíma er að ræða reiknast upphæðin út frá lengd tímans í hlutfalli við lengd keppnistímabilsins.

Greinargerð:

Ósamræmi var á milli greinar 18.2.2. og 18.2.5. þar sem annars vegar var vísað til 5 ára reglu um greiðslu félagaskiptagjalds en hins vegar til 3ja ára reglu.  Grein 18.2.2. er breytt á þann veg að 5 ára regla um greiðslu félagaskiptagjalds á við þegar leikmaður gerir samning við félag í fyrsta sinn en grein 18.2.5. á við þegar leikmaður hefur verið samningsbundinn a.m.k. eitt af síðustu þremur keppnistímabilum. 

Sameiginleg lið

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

14.gr.

Sameiginleg lið

14.1. Heimilt er tveimur félögum eða fleiri á sama landssvæði að senda sameiginlegt lið til keppni í landsmótum. Félag getur ekki tekið þátt í landsmótum með eigið lið á sama tíma og það á aðild að liði með öðru félagi eða öðrum félögum í sama aldursflokki.

Greinargerð:

Með breytingunni er komið í veg fyrir að félög í sitt hvorum landshluta sendi sameiginlegt lið til keppni en hugmyndin með þessu ákvæði í upphafi var ávallt að lítil félög á sama landssvæði gætu sameinast um lið.  Dæmi eru þess að félög hafa sameinast um lið landshorna á milli og er það ekki í anda þess sem lagt var upp með í upphafi með þessu ákvæði og er með breytingunni komið í veg fyrir það.

 

Þátttökuréttur – stjórn félaga

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

ný grein 13.5.

13.gr.

Þátttökuréttur

13.1. Aðildarfélög KSÍ eiga rétt á að taka þátt í öllum opinberum knattspyrnumótum nema

mótareglur kveði á um annað.

13.2. Í landsmótum getur aðeins tekið þátt eitt lið frá hverju félagi í hverju móti, nema mótareglur kveði á um annað.

13.3. Stjórn KSÍ skal í samráði við mótanefnd ákveða þátttökugjöld í mótum á vegum KSÍ.

13.4. Þátttökutilkynningar í landsmótum skulu berast skrifstofu KSÍ á sérstökum eyðublöðum fyrir 20. janúar. Félög sem rétt eiga til þátttöku í landsdeildum meistaraflokks skulu þó staðfesta þátttöku sína þar með formlegum hætti fyrir 1. nóvember árið áður. Þátttökutilkynningar verða ekki teknar til greina nema með fylgi helmingur þátttökugjalda, helmingur heildargjalds vegna ferða- og uppihaldskostnaðar dómara- og aðstoðardómara vegna leikja í deildakeppni(ef við á) og ógreiddar skuldir fyrra árs. Eftirstöðvar þessara gjalda skal inna af hendi eigi síðar en 30. apríl sama ár ella hefur þátttökutilkynningin ekki verið staðfest.

13.5.  Með þátttökutilkynningu skulu fylgja upplýsingar um stjórn félagsins en stjórnarmaður getur aðeins setið í stjórn eins félags sem tekur þátt í landsmótum.

Greinargerð:

Með breytingunni er tryggt að sami einstaklingur sitji ekki í stjórnum tveggja eða fleiri félaga sem taka þátt í mótum á vegum KSÍ.  

Knattspyrnumót – greiðsla ferðakostnaðar í úrslitaleik yngri flokka

Reglugerð KSÍ um knattspyrnumót.

Viðbót við grein 35.1.5.

35.1.5. Eftir svæðakeppni skal fara fram úrslitakeppni um Íslandsmeistaratitilinn skv. ákvörðun mótanefndar.  Sé leikinn úrslitaleikur um Íslandsmeistaratitilinn skal KSÍ greiða allan ferðakostnað við leikinn og skal hann miðast við 18 manns.

Greinargerð:

Úrslitakeppni 4. flokks kvenna var með öðru fyrirkomulagi heldur en í 4. flokki karla og því var ákvæði um ferðakostnað óþarft.  Þegar leikinn hefur verið úrslitaleikur í 4. flokki kvenna á sama hátt og í 4. flokki karla hefur verið greiddur ferðakostnaður til samræmis við það sem gert hefur verið hjá körlunum þrátt fyrir að það hafi ekki verið í reglugerðinni.  Það er því verið að færa í reglugerð fyrirkomulag sem hefur verið við lýði.

Reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara

Auk þessarra breytinga var samþykkt ný reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara og má sjá hana hér.  Í greinargerð um nýja reglugerð um menntun knattspyrnuþjálfara segir:  

Greinargerð:

Breytingarnar eru í meginatriðum þær að hlutverk aðalþjálfara er skilgreint nánar og gerðar eru kröfur um aukna menntun þjálfara í flestum eldri aldursflokkum.  Helstu ástæður fyrir auknum kröfum eru þær að fyrri kröfur um menntun voru í sumum tilfellum ekki nægar. Fjölmargir þjálfarar hafa lokið miklu þjálfaranámi hjá KSÍ og því þykir eðlilegt að setja markið örlítið hærra og auka kröfurnar um menntun.  Að auki eru felld út tímabundin ákvæði í gömlu reglugerðinni. 

Frestað er gildistöku á þeim greinum sem lúta að auknum menntunarkröfum þjálfara (grein 2.1.) til 1.nóvember 2010 til að gefa aðildarfélögunum aðlögunarfrest.