• mið. 16. des. 2009
  • Landslið

U19 kvenna leikur í riðli með Spáni, Tékklandi og Rússlandi

Byrjunarlið Íslands gegn Noregi í úrslitakeppni EM í Hvíta Rússlandi í júlí 2009
Byrjunarlid U19 kvenna gegn Noregi juli 2009

Stelpurnar í U19 munu mæta Spáni, Rússlandi og Tékklandi í milliriðli í EM 2009/2010 en dregið var í Sviss í morgun.  Riðillinn verður leikinn í Rússlandi.  Milliriðlarnir sex verða leiknir dagana 27. mars - 1. apríl og kemst sigurvegari hvers riðils áfram í úrslitakeppnina sem fer fram í Makedóníu, 24. maí - 5. júní.  Sú þjóð sem verður með bestan árangur í öðru sæti kemst einnig í úrslitakeppnina ásamt gestgjöfunum.

Við þetta tilefni stungu Norðurlandaþjóðirnar saman nefjum og var ákveðið að Norðurlandamót U16 kvenna fari fram í Danmörku, dagana 4. - 11. júlí.