Gæðavottun SGS staðfest án athugasemda
Í lok september fór fram víðtækt gæðamat á skipulagi leyfiskerfis KSÍ og því starfi sem unnið er við rekstur þess. Matið er framkvæmt árlega af fulltrúum SGS, sem er alþjóðlegt vottunarfyrirtæki og sér um gæðamat á leyfiskerfum fyrir UEFA í aðildarlöndum sambandsins.
Fulltrúar SGS skoða ekki eingöngu skipulag og vinnuferli leyfisstjórnar KSÍ, heldur eru gögn nokkurra félaga valin af handahófi og skoðuð, til að tryggja að vinnubrögð KSÍ og félaganna séu í fullnægjandi gæðum, og að þau séu samkvæmt leyfisreglugerð KSÍ og gæðastaðli UEFA.
Gæðavottun SGS á leyfiskerfi KSÍ hefur nú formlega verið staðfest án athugasemda annað árið í röð, sem er frábær árangur og ber vitni um hið góða starf sem unnið er í leyfismálum, bæði hjá KSÍ og þeim félögum sem undirgangast leyfiskerfið.