• fim. 10. des. 2009
  • Landslið

Stelpurnar okkar komin út á DVD

Plakat heimildarmyndarinnar Stelpurnar OKKAR
Plakat Stelpurnar okkar

Heimildarmyndin Stelpurnar okkar er nýkomin út á DVD.  Stelpurnar okkar fjallar um baráttu íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta um að komast á Evrópumeistaramót, fyrst allra íslenskra landsliða. Í myndinni kynnumst við litríkum stelpum, draumum þeirra og metnaði. Samkeppnin um að komast í liðið er hörð og stelpurnar eiga í baráttu innbyrðis sem andstæðingar með félagsliðum sínum. Fylgst var með stelpunum í tvö ár þar til þeim tókst að breyta sögunni.

Myndin var sýnd í kvikmyndahúsum í ágúst og í Sjónvarpinu í 1. desember. Hún fékk allstaðar frábæra dóma, 4 stjörnur í Morgunblaðinu og á Rás 2.

Knattspyrnudeildum og íþróttafélögum gefst kostur á að selja myndina í fjáröflunarskyni. Áhugasamir geta haft samband við Þóru Tómasdóttur s. 863-4455 eða Einar Speight s. 693-5045 eða með tölvupósti: thora@ruv.is eða modurfelagid@simnet.is