• þri. 01. des. 2009
  • Pistlar

Kveðja

Í minningu um Hlyn Þór Sigurðsson
Hlynur-Sigurdsson

 

Knattspyrnan er jafnan leikur skemmtunar þar sem fólk á öllum aldri gleðst með beinni eða óbeinni þátttöku í leiknum en því miður er ekki alltaf svo.  Að morgni fimmtudagsins 26. nóvember bárust þær fréttir að ungur og efnilegur drengur, Hlynur Þór Sigurðsson, hafi látist á leið á sjúkrahús kvöldið áður eftir að hafa hnigið niður á knattspyrnuæfingu hjá sínu félagi, ÍR.  Fréttir af ótímabæru andláti ungs fólks eru ávallt erfiðar og snerta fjölmarga, fjölskyldur, ættingja, vini og félaga en fréttir af andláti Hlyns snertu knattspyrnuhreyfinguna alla og ekki síst ÍR-inga þar sem Hlynur var góður og gegn félagsmaður sem bæði lék og starfaði fyrir félagið.  Hlynur hafði æft með ÍR alla sína tíð, leikið þar knattspyrnu en jafnframt sinnt störfum fyrir félag sitt við dómgæslu og þjálfun.  Knattspyrnuhreyfingunni er brugðið og það er hræðilegt til þess að hugsa að knattspyrnuæfing, sjálfsagður og skemmtilegur hluti lífsins, geti lokið með jafn hörmulegum hætti fyrir ungan dreng.

Knattspyrnuhreyfingin kveður góðan félaga og Knattspyrnusamband Íslands og aðildarfélög þess senda fjölskyldu og vinum Hlyns Þórs Sigurðssonar sínar dýpstu samúðarkveðjur.  Hugur okkar allra er hjá ykkur á þessum erfiðum tímum.