Landslið U19 kvenna fær háttvísiverðlaun UEFA
U19 ára landslið Íslands hlýtur háttvísiverðlaun UEFA vegna úrslitakeppni EMU19 kvenna sem fram fór í Minsk í júlí síðastliðnum. Íslenska liðið hafnaði í efsta sæti háttvísilistans á undan Hvíta-Rússlandi og Frakklandi sem voru í 2. og 3. sæti.
UEFA hefur boðið Fanndís Friðrikdsdóttur fyrirliða U19 ára landsliðsins til höfuðstöðva UEFA í Nyon til að taka á móti háttvísibikarnum um miðjan desember og mun hún einnig aðstoða við dráttinn í undankeppni og milliriðla EM U17 og EM U19 kvenna.