• fös. 27. nóv. 2009
  • Landslið
  • Fræðsla

Þjálfarar landsliða í heimsóknum

Grundaskóli
grundaskoli-IMG_2691

Þjálfarar og leikmenn landsliða Íslands hafa gert mikið af því í gegnum tíðina að heimsækja aðildarafélög KSÍ, mæta á æfingar hjá yngri flokkum, heimsækja skóla og þess háttar.  Sigurður Ragnar Eyjólfsson þjálfari A-landsliðs kvenna og Ólafur Þór Guðbjörnsson þjálfari U19 landsliðs kvenna hafa verið í heimsóknum nýlega.

Sigurður og Ólafur heimsóttu æfingar meistaraflokks og 2. flokks kvenna hjá FH og stjórnuðu æfingum sem gestaþjálfarar.  Ólína G. Viðarsdóttir og Edda Garðarsdóttir, sem báðar eru fastamenn í kvennalandsliðinu, standa fyrir knattspyrnuskóla í Grindavík um þessar mundir, og þangað mætti Sigurður Ragnar í heimsókn.  Fyrirhuguð er svo einnig heimsókn í Grundarskóla á Akranesi, þar sem krakkarnir í skólanum hafa stutt dyggilega við bakið á kvennalandsliðinu, en myndirnar hér á síðunni eru einmitt þaðan.

Grundaskóli