• mið. 25. nóv. 2009
  • Fræðsla

Flestir iðkendur í knattspyrnu sem fyrr

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands
isi_merki

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands tekur árlega saman tölfræði yfir iðkendur hjá sérsamböndunum og eru sem fyrr langflestir iðkendur hjá KSÍ. Tölur sem birtar eru í árslok 2009 eru fyrir árið 2008. Skráðum iðkendum í knattspyrnu fjölgar um rúm 3% milli ára og voru iðkendur árið 2008 um 19.200 talsins og er það fjölgun um tæplega 600 frá árinu á undan.

Geta má þess að í tölum ÍSÍ er ekki tekið tillit til þeirra fjölmörgu iðkenda sem leika í utandeildum, eða þeim sem leika t.d. hádegis- eða kvöldbolta með vinum og kunningjum, þ.e. unga jafnt sem aldna sem leika knattspyrnu eingöngu sér til skemmtunar og heilsubótar. Í tölum ÍSÍ er einungis um að ræða skráða iðkendur hjá íþróttafélögunum sem stunda knattspyrnu á vegum þeirra.

Næst flestir iðkendur samkvæmt tölum ÍSÍ eru í golfi (15.900) og hestaíþróttum (10.200), en þetta er þær greinar þar sem iðkendafjöldinn fer yfir 10.000.