• þri. 24. nóv. 2009
  • Fræðsla
  • Dómaramál

28 þátttakendur í Vestmannaeyjum

ÍBV
ibv_3

Um síðustu helgi hélt Knattspyrnusamband Íslands KSÍ I þjálfaranámskeið og unglingadómaranámskeið í Vestmannaeyjum. Að sögn Jóns Ólafs Daníelssonar, yfirmanns yngri flokka hjá ÍBV, tókst námskeiðið mjög vel í alla staði en þátttakendur voru 28 alls.

Þorlákur Már Árnason sá um kennslu á þjálfaranámskeiðinu en hann naut einnig aðstoðar Jóns Ólafs. Að þessu sinni var unglingadómaranámskeiðið kennt í heild sinni og munu allir þátttakendurnir þreyta unglingadómarapróf í kjölfarið. Kennari var Magnús Jónsson, dómarastjóri KSÍ.

Stefnt er að því að halda KSÍ II þjálfaranámskeið í Vestmannaeyjum helgina 17.-19. desember og mun það námskeið verða auglýst á næstu dögum.  Einnig er þjálfaranámskeið fyrirhugað á Akureyri í janúar og verður það auglýst hér á síðunni síðar.